Jörgen stýrir Fjarðabyggð/Hetti/Leikni út sumarið

Jörgen Sveinn Þorvarðarson tekur við þjálfun kvennaliðs Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis út þessa leiktíð. Sara Atladóttir, þjálfari, fór fyrr í fæðingarorlof en ætlað var.


Jörgen er 29 ára gamall og að baki yfir 80 leiki með Hetti, Huginn og Spyrni á árunum 2003-2013. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann þjálfar meistaraflokk.

Sara Atladóttir hefur stýrt liðinu í sumar en hún á að eiga sitt fyrsta barn á næstu vikum. Hún ætlaði sér að klára tímabilið en eftir læknisskoðun í síðustu viku varð ljóst að það gengi ekki eftir. Hennar síðasti leikur var því markalaust jafntefli gegn Einherja á föstudagskvöld.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir á þrjá leiki eftir af tímabilinu, þar af tvo á heimavelli og verður sá fyrri gegn Álftanesi á Norðfirði á sunnudag. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig úr 13 leikjum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.