Góður árangur Austfirðinga á unglingameistaramóti á skíðum

Austfirðingar eignuðust þrjá verðlaunahafa á unglingameistaramóti 12-15 ára í alpagreinum sem haldið var í Bláfjöllum fyrir páska.


Keppt var í svigi og stórsvigi á fyrri keppnisdegi og í samhliðasvigi þann seinni. Þá voru veitt verðlaun fyrir alpatvíkeppni en úrslit hennar ráðast af samanlögðum árangri í svigi og stórsvigi.

Andri Gunnar Axelsson frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar varð Andri Gunnar Axelsson frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar varð unglingameistari í stórsvigi drengja 15 ára, í öðru sæti í svigi og annar í alpatvíkeppni.

Jóhanna Lilja Jónsdóttir frá Skíðafélaginu í Stafdal varð unglingameistari í svigi stúlkna 12 ára og önnur í alpatvíkeppni.

Alexandra Ýr Ingvarsdóttir frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar varð í þriðja sæti í svigi stúlkna 14 ára og þriðja í alpatvíkeppni.

Iðkendur frá Skíðafélagi Fjarðabyggðar og Skíðafélaginu í Stafdal keppa sameiginlega undir merkjum UÍA í bikarkeppni Skíðasambands Íslands. Alls voru tíu þátttakendur frá UÍA á mótinu.

Næsta verkefni austfirskra skíðakrakka eru Andrésar Andarleikarnir sem haldnir verða í Hlíðarfjalli við Akureyri á morgun. Þangað heldur stór sveit en leikarnir verða settir á morgun.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.