Orkumálinn 2024

Frábær árangur Fimleikadeildar Hattar

Fimleikadeild Hattar náði frábærum árangri á Subway-íslandsmóti Fimleikasambands Íslands sem fram fór á Selfossi nýverið.



Rúmlega 1100 iðkendur kepptu á mótinu, sem er eitthvað stærsta á keppnisvetrinum. Fimleikadeild Hattar sendi sex lið, alls 60 þátttakendur.

Var árangur félagsins sannarlega glæsilegur og kom það heim með einn íslandsmeistaratitil og tvo deildarmeistara í farteskinu, en 2. flokkur mix hampaði íslandsmeistara- og deildarmiestaratitli og 3. flokkur stúlkna varð í þriðja sæti og deildameistarar.

Yngri liðin endurðu öll á verðlaunapalli. 4. flokkur B vann gull í B-riðli, 4. flokkur A vann silfur í C-riðli, drengjalið Hattar hlaut brons og 5. flokkur stúlkna varð annað stigahæsta liðið í sínum aldurshópi.

Auður Vala Gunnarsdóttir er yfirþjálfari fimleikadeildarinnar.

„Þetta verður að teljast mjög góður árangur hjá svo litlu félagi, sem situr ekki við sama borð og flestir keppinautar sínir hvað æfingaaðstöðu varðar. Mikilvægast var þó að keppendurnir voru vel stemmdir, ákveðnir í að gera sitt besta og framkvæmdu sínar æfingar vel og með bros á vör. Þjálfarar deildarinnar séu líka algerir snillingar og góð samvinna ríkir þeirra á milli, að ógleymdu foreldrastarfinu, en margir þeirra vinna óeigingjarnt starf sem skilar sér til þátttakenda.”

Ljósmynd: 2. flokkur mix. 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.