Erfitt að hrista Seyðfirðinginn úr sér

Marko Nikolic, fyrrum leikmaður knattspyrnuliðs Hugins Seyðisfirði, unir hag sínum veg hjá Keflavík. Hann segir veturna fyrir austum stundum hafa reynst erfiða.


Marko gekk fyrst til liðs við Huginn árið 2012 og var lykilmaður þess fram til síðasta hausts. Í viðtali við Víkurfréttir, héraðsfréttablað Suðurnesja, segist hann skipt yfir í Keflavík því hann hafi viljað nýjar áskoranir.

Marko svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hann sé orðinn Keflvíkingur. „Ætli það komi ekki bara með tímanum. Það er erfitt að hrista Seyðfirðinginn úr sér.“

Marko 31 árs gamall, fæddur í Serbíu. Hann starfar hjá Nettó í Keflavík og lýsir því í viðtalinu að hann baki bestu kleinuhringina í bænum.

Hann kynntist konu sinni, Eydísi Lind Guðrúnardóttur á Seyðisfirði og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni. Mark segir að vistin á Seyðisfirði hafi verið góð en stundum hafi verið erfitt á veturna þegar vegurinn til Egilsstaða var lokaður.

Marko spilaði 96 leiki fyrir Huginn og skoraði í þeim 37 mörk.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.