Enn er hægt að skrá keppendur á Unglingalandsmót UMFÍ

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um helgina.


Er þetta tuttugasta Unglingalandsmót UMFÍ og er það UÍA (Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands) er mótshaldari að þessu sinni. Mótið hefst á föstudaginn og lýkur um miðnætti sunnudag. Undantekningin er þó sú að keppni í golfi hefst fimmtudaginn 3. ágúst.

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur
Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og er það opið öllum börnum og ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð því hvort viðkomandi er skráður í ungmennafélag, íþróttafélag eða ekki.

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur og rennur út á miðnætti í kvöld. Keppt verður í 24 greinum á Unglingalandsmótinu. Mótsgjaldið er 7.000 krónur og er fyrir það hægt að taka þátt í eins mörgum keppnum og viðkomandi vill. Smellið hér til þess að skrá ungmenni.

Fjölbreytt skemmtidagskrá
Heilmikil afþreying er í boði fyrir alla fjölskylduna á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur. Á kvöldin verða skemmtanir. Þar koma fram landsþekktir tónlistarmenn og hljómsveitir á borð við Úlf Úlf, Emmsjé Gauta, MurMur, Aron Hannes, Hildi, Between Mountains og marga fleiri.

Danski fimleika- og sýningahópurinn Motus Teeterboard skemmta á mótinu en í fimleikahópnum eru fjórir fjörugir Danir sem slógu í gegn í danska hæfileikaþættinum Danmark Got Talend í fyrra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.