Bogfimin er lúmskt erfið

„Þetta er jákvæðninni og þjálfaranum mínum að þakka,“ segir Þorsteinn Ivan Bjarkason sem setti fjögur Íslandsmet í bogfimi árið 2017.


Þorsteinn Ivan, sem verður fimmtán ára í ár, hefur stundað íþróttina við bogfimideild Skotfélags Austurlands í þrjú ár. Hann hefur náð undraverðum árangri á þeim stutta tíma og setti fjögur Íslandsmet með sveigboga á síðasta ári og tvö þeirra setti hann utan síns aldursflokks, eða í undir 18 ára og undir 21 árs.

Aðspurður hverju slíkur árangur skipti hann svarar Þorsteinn Ivan: „Titlarnir skipta mig svolitlu máli, en ég er glaður ef ég geri mitt besta.“

Þorsteinn Ivan á framtíðina svo sannarlega fyrir sér en hann segist stefna á að keppa erlendis og þjálfa unga iðkendur í framtíðinni.

Hvað er það sem er svona skemmtilegt og gefandi við bogfimina að hans mati? „Hún er slakandi, maður hittir fullt af góðu fólki og allir hjálpast að. Og að sjálfsögðu það að hún er lúmskt erfið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.