Ana og Borja þjálfa blaklið Þróttar næstu tvö ár

Spánverjarnir Ana María Vidal Bouza og Borja Gonzáles Vicente hafa skrifað undir tveggja ára samning um að þjálfa og leika með blakliðum Þróttar Neskaupstað.


Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn blakdeildarinnar sendi frá sér í morgun. Þau munu einnig hafa yfirumsjón með yngriflokka starfi Þróttar og þjálfa yngri flokka.

Ana hefur í vetur þjálfað karlaliðið auk þess að spila með kvennaliðinu en Borja spilaði með karlaliðinu auk þess sem þau unnu með yngri flokka.

Þar með er ljóst að Matthías Haraldsson heldur ekki áfram þjálfun meistaraflokks kvenna. Hann hefur þjálfað liðið frá haustinu 2011.

Undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari 2013. Tíðar breytingar á leikmannahópi hafa hins vegar gert erfitt um vik með að halda stöðugleika á hópnum en Matthías verið duglegur að gefa ungum leikmönnum tækifæri og leiðbeina þeim áfram.

Í viðtali við Austurfrétt fyrir viku sagði Matthías að samningur hans væri útrunninn en hann hafði áhuga á að vera áfram. Í yfirlýsingu Þróttar er honum þakkað samstarfið og framlagið til liðsins síðustu ár.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.