Orkumálinn 2024

Aðlagast blakbænum Neskaupstað: Við þekkjum öll börnin í þorpinu

Blakþjálfarinn Ana Maria Vidal Bouza virðist hafa aðlagast lífinu og umhverfinu í Neskaupstað vel. Nálægðin í bænum vegna fámennisins er þó meiri en hún og kærasti hennar Borja, sem einnig spilar með Þrótti, eiga að venjast.


„Þetta er svo lítill bær. Við þekkjum nánast öll börnin í þorpinu því næstum allir spila blak,“ segir Ana í viðtali við netútgáfu La Voz de Galicia, útbreiddasta dagblaðs Galisíu.

Þau hafa notað síðustu mánuði í að ferðast og búið í Belgíu, Cook-eyjum og Guam en völdu að hafa vetursetu í Neskaupstað. Ana spilar með kvennaliðinu og þjálfar karlaliðið sem Borja leikur með.

Í greininni er fjallað um kuldann, norðurljósin og náttúrufegurðina á Íslandi þar sem Ana segist hafa kynnst „þremur selum, fjölda anda og máva“ og Neskaupstaður kynntur til sögunnar sem vagga blaksins á Íslandi.

En hún ræðir líka ókostina sem fámennið og fjarlægðin frá höfuðborginni hefur í för með sér. „Þegar krakkarnir verða 18 eða 19 ára gamlir fara þeir í burtu í nám og í önnur lið. Karlaliðið er með þrjá unga leikmenn og aðra reyndari en í kvennaliðinu erum við þrjár eldri en 18 ára og yngri.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.