Fanney skoraði þrennu í sigri Hattar á Fjarðabyggð: Myndir

kff hottur kvk 24052013 0017 webHöttur vann öruggan sigur á Fjarðabyggð 0-3 á Norðfjarðarvelli í gærkvöld í fyrsta leik liðanna í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fanney Þórunn Kristinsdóttur skoraði öll þrjú mörkin.

Höttur náð strax tökum á leiknum með mörkum Fanneyjar á 14. og 16. mínútu. Bæði mörkin skoraði hún með góðum skotum utan teigs.

Hattarliðið sótti mun meira í leiknum. Sérstaklega fóru þær upp kantana í gegnum Heiðdísi Sigurjónsdóttur og Katie Goetzman.

Fyrirliðinn Ástrós Eiðsdóttir átti bestu sprettina í sókn Fjarðabyggðar en var einangruð frammi og Hattarvörnin átti auðvelt með að loka á hana.

Sókn Hattar hélt áfram í seinni hálfleik og skullu tvö skot gestanna í stönginni. Þá átti Ragnhildur Ósk Sævarsdóttir frábæran leik í mark Fjarðabyggðar. Hún greip oft vel inn í þegar Hattarmenn voru við það að komast í færi.

Það var því ekki ósanngjarnt að Fanney skoraði sitt þriðja mark. Það kom eftir fyrirgjöf á 91. mínútu. Hins vegar var svekkjandi fyrir Fjarðabyggð að fá á sig þriðja markið þegar leikurinn hafði í raun fjarað út.

kff hottur kvk 24052013 0047 webkff hottur kvk 24052013 0053 webkff hottur kvk 24052013 0054 webkff hottur kvk 24052013 0057 webkff hottur kvk 24052013 0059 webkff hottur kvk 24052013 0061 webkff hottur kvk 24052013 0070 webkff hottur kvk 24052013 0071 webkff hottur kvk 24052013 0079 webkff hottur kvk 24052013 0096 webkff hottur kvk 24052013 0100 webkff hottur kvk 24052013 0103 webkff hottur kvk 24052013 0104 webkff hottur kvk 24052013 0106 webkff hottur kvk 24052013 0117 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.