Frábær árangur Hattar í haustmóti Fimleikasambands Íslands

hottur fimleikar haust2015Tvö lið Fimleikadeildar Hattar unnu til gullverðlauna á haustmóti Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum sem haldið var á Akranesi um síðustu helgi.

Mótið var afar fjölmennt, en keppendur voru um 800 talsins, á aldrinum 9-17 ára. Nítján keppendur á aldrinum 11-15 ára voru frá fimleikadeild Hattar.

„Það kom okkur skemmtilega á óvart að bæði liðin skyldu vinna gullverðlaun," segir Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari fimleikadeildar Hattar.

„Fyrsta mót vetrarins í hópfimleikum er alltaf spennandi, en á því kemur í ljós hver styrkleikinn verður í hverjum flokki, sem skiptist svo niður í riðla í lok móts. Liðin keppa svo í þessum riðlum í hverjum flokki á bikar- og íslandsmóti á vorönn.

Styrkleikurinn eykst ár frá ári í hópfimleikum og markmið fimleikadeildarinnar er að halda sér í A deild í hverjum flokki. Fimleikadeild Hattar er ekki stór innan fimleikahreyfingarinnar en iðkendur sýna mikla samheldni og dugnað, leggja sig fram og æfa vel. Í þeim flokkum sem fóru á haustmótið hafa iðkendur æft og keppt saman í nokkur ár."

Úrslit voru sem hér segir:

3. flokkur stúlkna (19 lið)

1. sæti Höttur A
2. sæti Fima A
3. sæti Selfoss A
4. sæti Stjarnan A
5. sæti Gerpla A

2. flokkur mix (drengir og stúlkur)

1. sæti Höttur
2. sæti Selfoss


Höttur eitt fjögurra félaga sem ekki eiga fimleikahús

Aðeins eru fjögur félög sem keppa á mótum Fimleikasambands Íslands sem ekki hafa aðgang að fimleikahúsi, en Höttur er eitt þeirra.

„Iðkendur og þjálfarar þurfa að nýta úthlutaðan tíma vel og iðkendur þurfa að aðstoða við að setja upp og ganga frá, sem þá dregst af æfingatíma þeirra, en þá er bara gefið enn meira í.

Við erum með frábæra þjálfara sem leggja allan sinn metnað í starf sitt, en ég tel að mikil samvinna þeirra á milli og flæði í þjálfun skýri þennan góða árangur Hattar."

Næst fer lið Hattar á bikarmót Fimleikasambands Íslands sem verður haldið af Gerplu í febrúar, með um 70 keppendur.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.