Orkumálinn 2024

160 keppendur á Íslandsmóti í blaki

blak 3 5 flokkur nesk sthrudaUm 160 ungir blakarar mættu til keppni á Íslandsmótinu í 3. og 5. flokki sem fram fór í Neskaupstað um helgina. Austfirðingar fjölmenntu og náðu ágætum árangri.

Alls tóku 25 lið þátt í mótinu, þar af meira en helmingurinn að austan. Þróttur Neskaupstað átti flest lið, 10 og Huginn Seyðisfirð næst flest, fimm.

Þeim gekk líka ágætlega. Þróttur vann 3. og 5. stig í 5. flokki, B-liðið varð í þriðja sæti á 5. stigi en lið Hugins í því sæti á 3. stigi.

Í þriðja flokki kvenna hjá B-liðum varð lið Þróttar í öðru sæti og Leiknir Fáskrúðsfirði í því þriðja.

Mynd: Sigga Þrúða

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.