Kynningarfundur um inngöngu íþróttabandalaga í UMFÍ

QM1T7133Ungmennafélag Íslands hefur boðað til opins kynningarfundar á Egilsstöðum í dag þar sem kynntar verða niðurstöður starfshóps sem falið var að skoða aðild íþróttabandalaga að UMFÍ.

Íþróttabandalögin eru sjö og starfa í Reykjavík, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, á Akranesi, Akureyri og Suðurnesjum. Þau hafa til þessa ekki verið aðilar að UMFÍ.

Þau óskuðu eftir inngöngu í UMFÍ fyrir þing sambandsins fyrir tveimur árum. Þá var skipuð milliþinganefnd til að fara yfir hugsanleg áhrif innkomu þeirra, en hún gæti gerbreytt skipulagi íþróttahreyfingarinnar á landsvísu sem og skiptu lottótekna, einna stærstu tekjulindar hreyfingarinnar.

Tillögur byggðar á niðurstöðu nefndarinnar verða til umfjöllunar á þingi UMFÍ eftir tvær vikur.

Haukur Valtýsson, formaður nefndarinnar og varaformaður UMFÍ, kynnir niðurstöðurnar og stýrir fundinum en með honum í för verður Auður Inga Þorsteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri UMFÍ.

Fundurinn hefst klukkan 17:30 í grunnskólanum á Egilsstöðum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.