Sjö Austfirðingar í liði ársins í annarri deild

fotbolti leiknir kf 06082015 0019 webSjö leikmenn Hugins og Leiknis voru valdir í úrvalslið ársins í annarri deild karla í knattspyrnu á lokahófi Fótbolti.net um helgina. Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins var valinn þjálfari ársins og Björgvin Stefán Pétursson, fyrirliði Leiknis, leikmaður ársins.

Árangur Austfjarðaliðanna tveggja hefur vakið mikla athygli. Huginn, sem spilaði engan æfingaleik, vann deildina og Leiknismenn, sem voru nýliðar í deildinni, fóru beint upp í fyrstu deild.

Það endurspeglast meðal annars í vali á þjálfurum ársins þar sem Brynjar fór með sigur af hólmi en liðinu var spáð fallbaráttu fyrir tímabilið. Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis, var hinn þjálfarinn sem fékk atkvæði í kjörinu.

Björgvin Stefán var lykilmaður hjá Leikni, spilaði alla leikina 22, skoraði tólf mörg og varð næst markahæstur í deildinni.

Auk hans eru Paul Bogdan Nicolescu og Fernando Garcia Castellanos úr Leikni í liði ársins en úr Huginn koma Stefan Spasic, Birkir Pálsson, Fernando Calleja Revilla og Marko Nikolic.

Fimm af sjö varamönnum úrvalsliðsins koma að austan: Atli Gunnar Guðmundsson, Orri Sveinn Stefánsson og Blazo Lelevic úr Huginn, Julio Francisco Rodriguez Martinez úr Leikni og Jordan Farahani úr Hetti.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.