Stjórn Hattar hrósað fyrir að taka sterka afstöðu gegn kynþáttafordómum

fotbolti hottur ir5Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf. hefur verið hrósað í hástert fyrir að leysa Georgi Stefanov, búlgarskan leikmann liðsins, undan samningi við félagið í kjölfar þess að hann varð uppvís að kynþáttafordómum í garð markvarðar Ægis á laugardag.

Margir sem fylgjast með knattspyrnuheiminum lýstu skoðun sinni á málinu á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og almenn ánægja virðist vera með viðbrögð félagsins.

Gunnlaugur Guðjónsson þjálfari Hattarliðsins var í símaviðtali í þættinum Akraborginni á útvarpstöðinni X977 og þar sagði hann meðal annars að félagið starfaði eftir ákveðnum gildum og gæti ekki varið svona framkomu.

„Við erum með 250 krakka sem æfa hjá félaginu og við viljum bara senda sterk skilaboð. Þetta er eitthvað sem Höttur íþróttafélag stendur ekki fyrir og líður ekki.“

Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni á Twitter

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.