Kristinn Jakobsson kennir verðandi dómurum

huginn ir juni14 0057 webEinn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, Kristinn Jakobsson, kennir á héraðsdómaranámskeiði sem haldið verður á Egilsstöðum á sunnudag. Námskeiðið er liður í undirbúningi fyrir komandi knattspyrnusumar.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara á svæðinu og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara en krafa er gerð um þau til þeirra sem dæma í Íslandsmóti.

Austfirsk knattspyrnulið hafa náð frábærum árangri síðustu ár þar sem þrjú lið af svæðinu verða í 2. deild karla í sumar og sitt hvort liðið í 1. deild og 3. deild. Þá sendir Einherji lið til keppni í fyrstu deild kvenna þannig að liðin þar að austan verða þrjú en ekki tvö eins og síðustu ár.

Eins hafa austfirskir dómarar sinnt verkefnum á Höfn en Sindri á lið í fyrstu deild kvenna og 2. deild karla. Því er ljóst að mikil þörf er á nýjum dómurum fyrir komandi sumar.

Námskeiðið verður í fyrirlestrasal Menntaskólans á Egilsstöðum klukkan 10:30 á sunnudagsmorgun. Um er að ræða 2,5 tíma fyrirlestur. Ekkert próf er að lokum en viðvera gefur réttindi.

Námskeiðið er ókeypis og er skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Einar Ingi Jóhannsson hefur stjórn á mannskapnum í leik ÍR og Hugins síðasta sumar. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.