Íþróttir helgarinnar: Þróttur berst við Stjörnuna um annað sætið

blak throttur hk kvk jan15 jgKarlalið Þróttar í blaki mætir Stjörnunni á morgun en segja má að liðin berjist um annað sæti Mizuno-deildarinnar. Körfuknattleikslið Hattar fær Breiðablik í heimsókn um helgina í leikjum sem skipta miklu í baráttunni um úrvalsdeildarsæti næsta vetur.

Kvennalið Þróttar leikur tvo leiki um helgina gegn toppliði Aftureldingar. Fyrri leikurinn verður klukkan 20:00 í kvöld en sá seinni klukkan 13:30 á laugardag.

Karlaliðið tekur á móti Stjörnunni sem er í öðru sæti með aðeins eins stigs forskot. Í síðustu viðureign liðanna vann Þróttur Nes í Garðabænum í gríðarlega spennandi fimm hrinu leik þar sem þrjár hrinur fóru í framlengingu og má er því von á hörkuleik sem hefst klukkan 12:00 á laugardag.

Höttur, sem er á toppi fyrstu deildar karla í körfuknattleik, tekur á móti Breiðabliki í tveimur leikjum um helgina. Fjarðaál býður áhorfendum á fyrri leikinn á morgun sem hefst klukkan 15:00.

„Það er gaman að geta stutt við gott íþróttastarf hér á Austurlandi og vonandi verður þetta til þess að troðfylla stúkuna hjá Hattarstrákunum. Líklega veitir ekkert af hvatningu sem þessari daginn eftir þorrablót á Egilsstöðum," segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðáls.

Seinni leikurinn verður klukkan 13:00 á sunnudag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.