Húsnæðið í Fellabæ hentar ekki fyrir fimleikadeildina

fimleikar avaxtakarfan 0069 webEkki hentar að koma upp æfingaaðstöðu fyrir fimleikadeild Hattar í kjallara fjölnotahússins á Egilsstöðum. Mikil samkeppni er um tíma íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem verkfræðistofan Efla vann fyrir sveitarfélagið Fljótsdalshérað.

Gerð var úttekt á neðri hæð hússins sem í dag hýsir félagsmiðstöðina Afrek og lagerhúsnæði HEF en á efri hæðinni er Kirkjuselið og íþróttasalur.

Verið var að skoða hvort rýmið hentaði undir hópfimleikadeild Hattar. Hún notar sérstakt dansgólf sem er 14 metra breitt og sett saman með frönskum rennilás með tveggja metra bili.

Í minnisblaðinu kemur fram að rýmið henti ekki undir fimleikana þar sem heildarbreidd hússins sé of lítil auk þess sem steyptar burðarsúlur eftir miðju geri það að verkum að ekki sé hægt að leggja dansgólfið samfellt í húsnæðið.

Hörð samkeppni er um tíma í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og hefur fimleikafólk árum saman barist fyrir byggingu sérstaks húss fyrir starfsemi sína enda fer stór hluti æfingatímans í að setja upp eða taka niður áhöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.