Orkumálinn 2024

Íþróttir helgarinnar: Höttur með örugga stöðu í körfunni

blak throttur hk kvk jan15 jgHöttur er kominn með sex stiga forskot á toppi fyrstu deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á FSu á föstudagskvöld. Karlalið Þróttar í blaki sækir að öðru sætinu en kvennaliðið tapaði báðum leikjum sínum gegn HK um helgina.

Liðin skiptust á forskotinu fyrstu mínúturnar en undir lok fyrsta leikhluta seig FSu fram úr og var 20-25 yfir eftir fyrsta leikhluta.

Munurinn hélst á því bili framan af öðrum leikhluta en Höttur jafnaði með góðum spretti um miðjan leikhlutann. FSu var áfram skrefinu á undan en Hattarmenn jöfnuðu alltaf strax þannig að jafnt var í hálfleik, 48-48.

Grunnurinn að sigrinum var lagður með frábærum þriðja leikhluta. Höttur var undir eftir mínútu, 52-53 en skoruðu þá þrettán stig í röð og náðu tíu stiga forskoti. Það hægði samt lítið á Hattarmönnum sem voru með 78-63 forskot eftir leikhlutann.

FSu náði að minnka muninn um helming á kafla í fjórða leikhluta en munurinn en góður kafli í lokin innsiglaði 100-86 sigur Hattar.

Tobin Carberry var óstöðvandi í liði Hattar og skoraði 50 stig auk þess að taka 10 fráköst. Hreinn Gunnar Birgisson skoraði 18 stig, Viðar Örn Hafsteinsson 10 og Ragnar Gerald Albertsson 11.

Eftir sigurinn er Höttur með 6 stiga forskot á FSu sem er í öðru sæti deildarinnar. Sunnlendingar eiga á móti leik til góða.

Karlalið Þróttar styrkti sig í sessi í þriðja sæti Mizuno-deildar karla og er aðeins stig á eftir Stjörnunni eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík á laugardag.

Gestirnir komu ákveðnir til leiks og höfðu yfirhöndina í fyrstu hrinunni framan af en heimamenn snéru taflinu sér í vil með góðri baráttu og unnu hrinuna 26-24.

Eftir það voru heimamenn með leikinn í höndunum og unnu næstu tvær 25-16.

Uppspilarinn Geir Sigurpáll Hlöðversson er búinn að rífa fram blakskóna aftur og kom inn á í seinnihluta fyrstu hrinu og spilaði meiri hlutann af leiknum.

Matthías Haraldsson var stigahæstur með 14 stig en Valgeir Valgeirsson skoraði 13.

Kvennaliðið heldur þriðja sætinu þrátt fyrir að hafa tapað tvívegis fyrir HK á heimavelli um helgina. HK vann fyrri leikinn á föstudagskvöld 1-3 eða í hrinum 20-25, 25-19, 22-25 og 21-25. María Rún Karlsdóttir var stigahæst í liði Þróttar með 14 stig.

HK vann síðan seinni leikinn á laugardag, 1-3 eða 11-25, 22-25 og 21-25. María Rún var aftur stigahæst með 9 stig.

Úr leik Þróttar og HK á laugardag. Mynd: Jón Guðmundsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.