Orkumálinn 2024

Óttar Steinn heim í Hött

fotbolti hottur leiknir 0040 webKnattspyrnumaðurinn Óttar Steinn Magnússon, sem í sumar lék með Víkingi í úrvalsdeild karla, hefur skipt yfir aftur yfir í uppeldisfélag sitt Hött.

Þetta staðfesti Gunnlaugur Guðjónsson, þjálfari Hattar, í samtali við Austurfrétt í morgun. Óttar Steinn er 25 ára miðvörður og var fyrirliði liðsins 2011-2012.

Hann er alinn upp hjá félaginu en var um tíma hjá Grindavík og spilaði þrjá leiki með liðinu í úrvalsdeild sumarið 2009. Þá lék hann 13 leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í sumar þar sem hann hefur verið síðustu tvö sumur.

Gunnlaugur segir að tilkoma Óttars muni styrkja Hattarliðið verulega, því hann sé ekki eingöngu góður leikmaður heldur einnig frábær félagi.

Þá hefur sóknarmaðurinn Steinar Aron Magnússon æft með Hetti að undanförnu en hann gekk til liðs við FH í byrjun árs.. Samningur hans við Hafnarfjarðarliðið rennur út um áramót.

Hattarmenn hafa æft síðustu sex vikur en hópurinn skiptist á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Gunnlaugur segir æfingarnar hafa gengið vel og þeir tveir leikmenn sem glímt hafi við meiðsli, Högni Helgason og Elvar Þór Ægisson, verði tilbúið fyrir sumarið.

Höttur var með tvo leikmenn að láni síðasta sumar, Aron Gauta Magnússon úr Fjarðabyggð og Jovan Kujundzic frá Víkingi í Reykjavík. Óvíst er hvort þeir komi aftur. Eins er ekki heldur ekki ljóst um framtíð miðvarðarins Antons Ástvaldssonar.

Gunnlaugur segir stefnuna á að byggja liðið á heimamönnum og styrkja það með lánsmönnum. Hattarmenn séu tilbúnir að bíða fram í mars eða apríl þegar skýrist hvaða leikmenn komist að hjá úrvalsdeildarliðunum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.