Orkumálinn 2024

Íþróttir helgarinnar: Höttur aftur á toppinn í körfunni

karfa hottur snaefell bikar okt14 0030 webHöttur komst aftur í efsta sæti fyrstu deildar karla á föstudagskvöld þegar liðið lagði Hamar 76-70 á Egilsstöðum. Karlalið Þróttar í blaki vann Fylki örugglega í Neskaupstað á laugardag.

Leikur Hamars úr Hveragerði og Hattar varð afar spennandi en gestirnir voru lengst af með undirtökin í leiknum. Eftir jafna byrjun tóku gestirnir rispu og breyttu stöðunni úr 17-17 í 20-28 áður en fyrsta leikhluta lauk.

Sá munur hélst lengst af í öðrum leikhluta en Hattarmenn áttu góða rispu í lok hans og minnkuðu muninn úr 33-40 í 39-42 áður en flautað var til leikhlés. Hamarsmenn höfðu áfram undirtökin í þriðja leikhluta en í lok hans var staðan 57-61.

Hattarmenn komust yfir 63-61 með að skora tvær þriggja stiga körfur í upphafi fjórða leikhluta. Hamarsmenn jöfnuðu aftur og tóku svo leikhlé þegar Höttur var 67-65 yfir.

Það bar ekki árangur og aftur tóku Hamarsmenn þegar þrjár mínútur voru eftir og Höttur búinn að skora tvær körfur í röð, 71-67.

Það dugði ekki til. Hreinn Gunnar Birgisson jók enn forskot Hattar með þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta var eftir. Á þeirri forustu tókst Hattarmönnum að hanga út leikinn.

Tobin Carberry átti stórleik fyrir Hött, skoraði 24 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Hreinn Gunnar Birgisson var einnig mikilvægur, skoraði 13 stig, þar af tvær mikilvægar þriggja stiga körfur og tók 11 fráköst. Ragnar Gerald Albertsson skoraði 17 stig.

Höttur náði þar með toppsætinu af Hamri sem var ósigrað fyrir leikinn en Höttur hefur leikið einum leik meira en keppinautar sínir.

Þróttur vann Fylki 3-0 í Mizunu-deild karla í blaki í leik liðanna í Neskaupstað á föstudag. Hrinurnar fóru 25-14, 25-16 og 25-18.

Valgeir Valgeirsson var stigahæstur Þróttara með 13 stig. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar með sex stig. HK og KA, sem eru ofar hafa leikið þrjá leiki og Stjarnan, sem er í fjórða sæti, bara tvo.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.