Körfuknattleikur: Tveir góðir sigrar á Ísafirði

karfa hottur thorak 25032014 0091 webKörfuknattleikslið Hattar tyllti sér í efsta sæti fyrstu deildar karla í körfuknattleik með því að vinna KFÍ tvisvar á Ísafirði um síðustu helgi.

Í vetur er leikinn þreföld umferð í fyrstu deild karla þar sem liðin eru átta en ekki tíu eins og fyrr en liðin sem komu upp úr annarri deild þáðu ekki sæti í deildinni.

Útileikirnir á Ísafirði voru því teknir báðir í einni ferð. Fyrri leikinn vann Höttur 76-81 í leik þar sem heimamenn höfðu frumkvæðið þar til tvær mínútur voru yfir. Þá komust Hattarmenn í fyrsta sinn yfir síðan í byrjun, 73-72 og kláruðu svo leikinn.

Tobin Carberry var þar stigahæstur Hattarmanna með 24 stig en þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson skoraði 19.

Seinni leikinn vann Höttur 65-70. Í honum voru Hattarmenn yfir mest allan tímann þótt munurinn væri aldrei mikill. Carberry átti stórleik, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst. Viðar Örn var næst stigahæstur með ellefu stig.

Hattarmenn hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni og eru efstir með sex stig. Vert er þó að taka fram að önnur lið hafa aðeins spilað tvo leiki. Næsti leikur liðsins verður gegn Val að Hlíðarenda á föstudagskvöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.