Urðu bestu vinkonur í skóla í Bandaríkjunum: Við töluðum fyrst saman með höndunum

blak throttur hk bikar 0039 web„Hvað gerist þegar Íslendingur og Púertó Ríkói, sem hvorugur talar ensku, ganga inn í herbergi á heimavist í Houstoun í Texas?" er spurt í inngangi fréttar á vefnum ArkLaTex sem haldið er úti á Texarkana-svæðinu í Bandaríkjunum.

Íslendingurinn sem um ræðir í greininni er Helena Kristín Gunnarsdóttir, blakkona úr Neskaupstað. Hún spilar í dag með LA Tech en hún fluttist til Bandaríkjanna árið 2012 til að spila með Lee College. Rætt er við hana og Adriu Morales í fréttinni.

„Við deildum herbergi fyrsta árið okkar en hvorug okkar talaði ensku," er haft eftir Helenu. „Adria talaði spænsku en ég íslensku þannig samskipti okkar voru takmökuð í fyrstu. Við ræddum saman með höndunum."

Farið er yfir bakgrunn Helenu sem komu úr „örþorpi" á austurströnd Íslands sem sé á milli Grænlands og Noregs í Atlantshafi. Sagt er frá því að þær hafi bæði skorið sig úr fyrir frábæra frammistöðu á vellinum en líka vegna málleysisins sem hafi einnig fært þær nær hvor annarri.

Þær hafi náð tökum á málinu, tryggt stöðu sína í liðinu og eftir tvö ár í Lee kom tilboði frá LA Tech sem heldur úti liðinu Lady Techsters. Helena segir þær hafa verið fljótar að ákveða sig enda hafi þjálfari LA Tech sýnt þeim mikinn áhuga og útskýrt vel metnaðarfulla framtíðarsýn.

Þrátt fyrir að eyða miklum tíma saman eru vinkonurnar býsna ólíkar. „Ég er þögul, feimin, finnst þægilegt að vera heimavið og fara snemma að sofa en Adria er algjörlega í hina áttina. Hún er virkilega hávær og opnari.

Hún vill frekar fara seint að sofa og vaka frameftir. Stundum förum við út með liðsfélögum okkar en skiptum okkur upp í smærri hópa þannig við fáum okkar pláss og tíma," segir Helena.

Spurningunni sem varpað var fram í byrjun er svarað í niðurlaginu. Þær hafi orðið bestu vinkonur en fyrst hafi þær þurft að tala saman sem hafi tekið tíma en sannarlega verið þess virði fyrir þær.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.