Tveir austfirskir blakmenn í U-19 ára landsliði Íslands

blak throttur umfa 22042014 0004 webRagnar Ingi Axelsson og María Rún Karlsdóttir úr Þrótti Neskaupstað spila um þessar mundir með íslenska U-19 ára landsliðinu á blaki sem fram fer í Danmörku.

María Rún hefur fest sig í sessi í ungu liði Þróttar í fyrstu leikjum liðsins á Íslandsmótinu og verið í hópi stigahæstu leikmanna þar.

Bæði tvö hafa áður tekið þátt í landsliðsverkefnum.

Mótið hófst í dag og spilað verður áfram á miðvikudag og fimmtudag. Til leiks mæta lið úr norður Evrópu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.