Blak: Kvennaliðið tapaði fyrstu leikjum tímabilsins

blak throttur afturelding 11042014 0017 webKvennalið Þróttar í blaki tapaði um helgina fyrstu leikjum sínum í úrvalsdeildinni en liðið spilaði tvisvar við HK í Kópavogi.

HK vann fyrri leikinn 3-0 á föstudagskvöld, 25-17, 25-20 og 25-21. Liðin áttust við í fyrra í undanúrslitum Íslandsmótsins og þá hafði Þróttur betur.

Síðan hafa átt sér stað talsverð kynslóðaskipti sem sjást meðal annars á því að María Rún Karlsdóttir, sem ekki átti fast sæti í Þróttarliðinu í fyrra, var stigahæst með 13 stig.

HK vann síðan aftur á laugardag, 3-0. HK vann fyrstu tvær hrinurnar 25-21 og þá þriðju 25-18. María Rún og Lilja Einarsdóttir voru stigahæstar Þróttarstelpna með 7 stig hvor.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.