Safnað fyrir Daða Fannar á síðasta greinamóti sumarsins

dadi fannar sverrisson juli14Allur ágóði af síðasta greinamóti sumarsins í frjálsíþróttum rennur til frjálsíþróttamannsins Daða Fannars Sverrissonar sem slasaðist alvarlega í bílslysi fyrir skemmstu. Meðal annars verður keppt í furðufataboðhlaupi.

Mótið er það þriðja og síðasta í mótaröð UÍA og Hitaveitu Egilsstaða og Fella og hefst á Vilhjálmsvelli klukkan 18:00 í kvöld.

Keppt verður í sleggjukasti, þrístökki, 60/80/100/110 m grindahlaupi og 200 m hlaupi í flokkum 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.

Að auki verður boðið uppá keppni í 4x100 m boðhlaupi í blönduðum kynja- og aldursflokkum. Boðhlaupið gildir ekki til stiga en þarf verða veitt verðlaun fyrir þá sveit sem þykir skarta frumlegustu og flottustu búningunum.

Þátttökugjald á mótið er 500 krónur og rennur það óskipt til Daða Fannars Sverrissonar, frjálsíþróttakappa með meiru, en hann slasaðist illa í bílslysi fyrir skemmstu. Hægt verður að skrifa, bata- og baráttukveðjur til Daða og fjölskyldu hans, í þar til gerða bók sem verður á staðnum.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á mót en vilja engu að síður leggja Daða Fannari lið má benda á að stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir hann og fjölskyldu hans 0175-05-070500 kt 220772-3229.

Þá verður annað mót haldið á sama tíma á morgun fyrir tíu ára og yngri en það er kennt við lukkudýrið Sprett Sporlanga.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.