Kvennaknattspyrna: Höttur bjargaði stigi í litlausum leik - Myndir

fotbolti hottur fram kvk juli14 0001 webHöttur og Fram gerði 1-1 jafntefli í litlausum leik á Egilsstöðum í fyrstu deild kvenna á föstudag. Glæsimark Fanneyjar Kristinsdóttur undir lokin bjargaði stiginu fyrir heimastúlkur.

Það gerðist heill hellingur fyrsta korterið en eftir það slokknaði á leiknum. Þegar um tíu mínútur voru búnar af leiknum varð dýr misskilningur á milli varnarmanns Hattar og markmannsins Tara MacDonald eftir langa sendingu Fram. Boltinn barst út á kant og skoraði Dagmar Gunnarsdóttir fyrir gestina í autt mark.

Stuttu síðar fékk hinsvegar Höttur víti eftir að varnarmaður Fram virtist hreinsa boltann upp í höndina á sér. Magdalena Reimus steig á punktinn en slök vítaspyrna hennar var varin og staðan því enn núll eitt fyrir gestina. Eins og kom fram áður þá slokknaði á leiknum eftir þessa líflegu byrjun.

Fram komust þó gegnum vörn Hattara á 34. mínútu en Tara kom frábærlega út úr markinu og varði vel ein á eina. Meira gerðist ekki á fyrstu 45 mínútunum en Fram voru sterkari í fyrri hálfleik.

Hundleiðinlegur seinni ef ekki hefði verið fyrir draumamark

Fyrsti hálftími seinni hálfleiks var nokkurn veginn eins og sá fyrri, ekkert að frétta.

Þegar um korter var eftir af leiknum komust Fram í mjög gott færi en Tara varði aftur mjög vel, frákastið barst út í teig en Fram stelpur nýttu það ekki og skutu yfir.

Á 83 mínútu fengu svo áhorfendur loksins eitthvað fyrir peninginn þegar að Fanney Kristinsdóttir skoraði eitt glæsilegasta mark sumarsins. Boltinn kom frá vinstri kanti inn á svæðið fyrir utan teig, þar var Sigga Baxter og tók hún boltann á lofti hálf partinn aftur fyrir sig. Þangað var Fanney mætt til þess að hamra honum á lofti í fjær hornið. Gjörsamlega, algjörlega óverjandi.

Síðustu mínútur leiksins voru aðeins fram og tilbaka en ekkert opið færi.

Jafntefli niðurstaðan og alveg ljóst að það eru ekki úrslit sem að Höttur stefndi að í þessum leik. Þriðja jafnteflið í fjórum leikjum staðreynd og situr Höttur í þriðja sætinu, 3 stigum á eftir Þrótti Reykjavík en eiga þó inni leik á þær.

Tara MacDonald markmaður Hattar fær tilnefningu sem maður leiksins frá undirrituðum en hún varði tvíveigs alveg hreint frábærlega og hélt Hetti inn í leiknum.

Fram lék svo annan leik í ferð sinni gegn Fjarðabyggð á Norðfjarðarvelli. Honum lauk með markalausu jafntefli.

Myndir: Gunnar Gunnarsson

fotbolti hottur fram kvk juli14 0004 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0007 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0014 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0017 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0019 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0021 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0022 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0026 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0031 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0033 webfotbolti hottur fram kvk juli14 0038 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.