Jón Guðlaug: Hlakka til að taka bikarinn í Mosfellsbæ

blak throttur umfa 22042014 0086 webJóna Guðlaug Vigfúsdóttir, leikmaður blakliðs Þróttar, er bjartsýn fyrir oddaleik liðsins gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitil kvenna, í Mosfellsbæ á föstudagkvöld. Hún segir sigur Þróttar í gær eiga að sýna að Þróttarliðið geti klárað oddaleikinn.

„Þessi leikur gekk upp og ofan en við erum klárlega með yfirhöndina þegar við spilum vel," sagði Jóna Guðlaug í samtali við Austurfrétt eftir 3-1 sigur á Aftureldingu í fjórða leik liðanna í gærkvöldi.

Þróttur þurfti á sigri að halda til að knýja fram oddaleikinn. Liðið hafði undirtökin mest allan tímann í gær þótt Afturelding ynni þriðju hrinu og væri yfir þar til í blálokin í þeirri fjórðu.

Þá snéri liðið leiknum sér í vil. Aftari línan spilaði frábæra vörn og leikmenn liðsins eltu bolta í allar áttir og náðu þeim oft.

„Við vorum óöruggar á kafla en allt í einu var sem við ákváðum að við værum ekki að fara að tapa. Það varð breyting á öllu hugarfari. Maður fann hvernig allir urðu viljugri til að vinna. Okkur fannst nóg komið á okkar heimavelli."

Hreinn úrslitaleikur verður því í Mosfellsbæ á föstudagskvöld. „Ég hlakka til að taka bikarinn í Mosfellsbæ. Ef við spilum allan leikinn eins og við spiluðum fyrstu tvær hrinurnar í kvöld þá eigum við að vera betri."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.