Orkumálinn 2024

Þróttur knúði fram oddaleik – Myndir

blak throttur umfa 22042014 0004 webÞróttur og Afturelding mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í Mosfellsbæ á föstudagskvöld. Þróttur sýndi frábæra spilamennsku í fjórða leik liðanna í Neskaupstað í gærkvöldi og vann 3-1.

Eftir skelfilega spilamennsku í síðustu tveimur leikjum virðist Þróttur hafa nýtt átta daga fríið vel og undirbúið sig af kappi fyrir fjórða leikinn. Liðið tók strax forustuna og vann fyrstu hrinuna 25-19.

Forskot Þróttar í annarri hrinu var aldrei meira en 1-2 stig en forskot var það samt. Afturelding jafnaði í 12-12 og aftur í 15-15 en Þróttur tók afgerandi forustu og komst í 20-17. Apostol Apostolov, þjálfari Aftureldingar og fyrrum þjálfari Þróttar, tók þá leikhlé en það lagaði ekkert og Þróttur vann aftur 25-19.

Afturelding skoraði fyrstu stigin í þriðju hrinu en Þróttur snéri henni við og komst í 6-4 og síðar 9-5. Eftir leikhlé gestanna snérist leikurinn aftur og við tók frjálst fall Þróttar.

Afturelding jafnaði í 9-9. Þróttur tók þá leikhlé og aftur í stöðunni 10-12. Allt kom fyrir ekki og Afturelding komst í 12-22 áður en Þróttur rankaði við sér. Liðið gerði það svo um munaði með fimm stigum í röð og lagaði stöðuna í 17-22.

Afturelding hélt samt út og vann hrinuna 20-25. Miglena Apostolova skoraði þar sérlega glæsilegt lokastig, hún stökk upp með bakið í hávörn Þróttar og netið en náði samt að smassa boltanum aftur fyrir sig og framhjá vörninni í gólfið.

Jafnt var á flestum tölum í fjórðu hrinu. Þróttur var yfirleitt skrefinu á undan en Afturelding jafnaði í 9-9 og komst yfir 14-15, síðar 15-18 og loks 18-21. Eftir seinna leikhlé Þróttar í hrinunni fóru hlutirnir að ganga og liðið minnkaði muninn í 21-22 og 22-23.

Tveir umdeildir dómar féllu Þrótti í vil á þessum kafla. Fyrst var dæmt að Miglena Apostolova hefði stigið yfir miðlínuna og brást hún afar illa við. Í aðdraganda 22 stigs Þróttar fór boltinn langleiðina upp í rjáfur og hvarf leikmönnum Aftureldingar sjónum á bakvið tjald á vallarhelmingi Þróttar.

Leikmenn og þjálfari Aftureldingar, sem mótmælti dóminum svo ákaft að liðið fékk gult spjald, töldu að dæma hefði átt boltann úti þar sem hann hefði horfið. Boltinn fór hins vegar aldrei í þak hússins og línudómarar höfðu allan tíman augun á honum og dæmdu ekkert.

Boltinn lenti aftur á vallarhelmingi Þróttar og var spilað yfir netið þar sem leikmenn Aftureldingar voru hættir að spila og biðu þess að fá dæmt stigið í stað þess að taka á móti boltanum þannig hann féll í gólfið og Þróttur fékk stig.

Þróttur jafnaði í 23-23, Afturelding komst yfir 23-24 og fékk uppgjafir þá og aftur í stöðunni 24-25 en Þróttur skoraði síðustu þrjú stigin í hrinunni og tryggði sér þar með sigur í leiknum.

Hefð er fyrir því að leikmenn liðanna, þjálfarar og dómarar heilsist að leik loknum og þakki fyrir leikinn. Þá hefði sniðgekk Apostlov, þjálfari Aftureldingar og harðneitaði að taka í hönd nokkurs manns heldur stóð við varamannabekkinn og pakkaði niður í tösku. Þá heilsaði Miglena hvorki dómurunum né þjálfara Þróttar.

Það ergði mjög Matthías Haraldsson, þjálfara Þróttar og kom til orðaskipta á milli þeirra að leik loknum.

Hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn verður í Mosfellsbæ á föstudag klukkan 19:30.

blak throttur umfa 22042014 0005 webblak throttur umfa 22042014 0016 webblak throttur umfa 22042014 0023 webblak throttur umfa 22042014 0047 webblak throttur umfa 22042014 0051 webblak throttur umfa 22042014 0052 webblak throttur umfa 22042014 0056 webblak throttur umfa 22042014 0065 webblak throttur umfa 22042014 0068 webblak throttur umfa 22042014 0073 webblak throttur umfa 22042014 0074 webblak throttur umfa 22042014 0086 webblak throttur umfa 22042014 0097 webblak throttur umfa 22042014 0106 webblak throttur umfa 22042014 0134 webblak throttur umfa 22042014 0144 webblak throttur umfa 22042014 0146 webblak throttur umfa 22042014 0151 webblak throttur umfa 22042014 0171 webblak throttur umfa 22042014 0176 webblak throttur umfa 22042014 0178 webblak throttur umfa 22042014 0185 webblak throttur umfa 22042014 0195 webblak throttur umfa 22042014 0198 webblak throttur umfa 22042014 0204 webblak throttur umfa 22042014 0210 webblak throttur umfa 22042014 0214 webblak throttur umfa 22042014 0219 webblak throttur umfa 22042014 0228 webblak throttur umfa 22042014 0230 webblak throttur umfa 22042014 0236 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.