Þjálfaraskipti hjá Leikni mánuði fyrir mót

leiknir kff fotbolti 14092013 0065 webBúi Vilhjálmur Guðjónsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Leikni, hefur sagt upp störfum af persónulegum ástæðum. Rétt rúmur mánuður er þar til keppni hefst í þriðju deild.

Þetta staðfesti Magnús Ásgrímsson, formaður deildarinnar, við Austurfrétt í hádeginu. Magnús segir Búa hafa sagt upp vegna „breyttra forsendna hjá honum og fjölskyldunni."

Magnús sagði málefni eftirmanns „í vinnslu" en viðskilnaðurinn við Búa væri „í góðu" og hann myndi stjórna æfingu á morgun.

Búi var ráðinn þjálfari síðasta haust og í tilkynningu frá deildinni þá var það gefið út að stefnan væri sett á toppbaráttu í deildinni.

Fyrsti leikur Leiknis í Íslandsmótinu verður gegn Hetti á Egilsstöðum þann 17. maí. Liðin mætast áður í bikarkeppninni þann 4. maí

Þá á liðið eftir tvo leiki í riðlakeppni Lengjubikarsins en það hefur unnið báða leiki sína í keppninni til þessa.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.