Orkumálinn 2024

Vináttan getur gert kraftaverk: Myndir

img_4760_web.jpg
Vinaviku æskulýðsfélags kirkjunnar á Vopnafirði lauk á sunnudag með kærleiksmaraþoni, vinamessu, pítsuveislu og flugeldasýningu. Aðstandendur eru ánægðir með hvernig til tókst.

Lesa meira

Metaðsókn á Austurfrétt

austurfrett_profile_logo.jpg
Aldrei hafa fleiri heimsótt fréttavef Austurfréttar heldur en vikuna 1. – 7. október síðastliðinn. Áætlað er að um 10 þúsund einstaklingar haf heimsótt vefinn þá vikuna.

Lesa meira

Jón Hilmar: Í fyrsta sinn sem ég spila á jólatré

jon_hilmar_midhusagitar_make.jpg
Stórgítarleikarinn Jón Hilmar Kárason lætur vel að austfirskum gítar sem til sýnis hefur verið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í þessari viku í tengslum við hönnunarráðstefnuna Make it Happen. Jón Hilmar lék á hljóðfærið þegar ráðstefnan var sett á miðvikudagskvöld.

Lesa meira

Haldið upp á 25 ára afmæli G. Skúlasonar: Myndir

img_5400_web.jpg

Um helgina fór fram afmælishátíð G. Skúlason verkstæðisins í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá því Guðmundur Skúlason hóf rekstur verkstæðis árið 1987. Síðan hefur fyrirtækið stækkað og dafnað vel.

 

Lesa meira

Vinavika hafin á Vopnafirði

vinavika_2012_2_web.jpg
Árleg vinavíka æskulýðsfélags Hofsprestakalls hófst í gær en hún er nú haldin í þriðja sinn. Dagskráin í gær hófst með Vinabíói og Vinafánar voru dregnir að húni í Vopnafirði.

Lesa meira

Jón Hilmar: Í fyrsta sinn sem ég spila á jólatré

Jón Hilmar gítarleikari

Stórgítarleikarinn Jón Hilmar Kárason lætur vel að austfirskum gítar sem til sýnis hefur verið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í þessari viku í tengslum við hönnunarráðstefnuna Make it Happen. Jón Hilmar lék á hljóðfærið þegar ráðstefnan var sett á miðvikudagskvöld.

Lesa meira

Stefán Bogi og Heiðdís: Athyglisbresturinn er ekki útpælt samsæri til að komast hjá heimilisstörfum

sbs_heiddis_0001_web.jpg
Stefán Bogi Sveinsson er almennt þekktur sem lykilmaður úr Útsvarsliði Fljótsdalshéraðs. Maðurinn sem kom sér fyrir í íslenskri sjónvarpssögu með túlkun sinni á álku, sel og vindhana. Hann er líka forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, sá næst yngsti sem gegnir slíku embætti á landinu og lögfræðingur á Umhverfisstofnun.

Þegar hann var tæplega þrítugur var hann greindur með athyglisbrest. Það var konan hans, Heiðdís Ragnarsdóttir, sem einkum lagði að honum að fara í greiningu.
 
Á mánudagskvöld birti Austurfrétt grein Stefáns Boga þar sem hann lýsir stuttlega áhrifum röskunarinnar á líf sitt og hvernig hann táraðist við lestur fjárlagafrumvarpsins þar sem lagt er til að hætta niðurgreiðslu á lyfinu sem hann notar. Austurfrétt leit við hjá Stefáni og Heiðdísi og ræddi við þau um hvernig athyglisbresturinn uppgötvaðist á fullorðinsárum, hvernig hann lýsir sér og hvernig ástandið hefur skánað eftir að Stefán byrjaði að taka lyfin.

Lesa meira

Make it Happen: Bæjarstjórinn ruglaðist á ráðuneytum

sjs_ser_mih.jpg
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, leiðrétti Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, sem fór rangt með ráðuneyti ráðherrans við opnun hönnunarráðstefnunnar Make it Happen á Egilsstöðum í gær. Bæjarstjórinn var fljótur til svars.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.