Willum Þór: Leystum þennan erfiða leik mjög vel

Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var ánægður með sitt lið eftir 1-4 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld. Hann sagði sitt lið hafa fylgt eftir því sem lagt var upp með og aldrei slakað á þótt staðan væri góð.


„Mér fannst frammistaða okkar mjög góð. Við héldum boltanum vel, vorum þolinmóðir og nýttum færin þegar þau gáfust. Við leystum þennan erfiða leik mjög vel.“

Morten Beck átti sérlegan góðan dag á hægri kantinum, lagði upp tvö mörk og skapaði fleiri færi. Hinu megin var Kenny Chopart sem skoraði tvö mrök.

„Við lögðum upp með að sækja utan á Leiknisliðið og komast á bakvið það. Það þarf að gera þegar lið liggja aftarlega. Við skoruðum snemma og eftir það þurftu þeir að koma framar. Það gaf okkur meira svæði til að spila í. Við þessar kringumstæður verða kantmennirnir mjög áberandi og Kenny og Morten gerðu þetta mjög vel.“

Willum hrósaði hins vegar Leiknisliðinu fyrir að halda áfram allt til loka. „Ég segi ekki að þeir hafi komið okkur á óvart en þeir mættu mjög kröftugir til leiks og pressuðu á okkur.

Leiknir pressaði okkur reyndar í byrjun, ég segi ekki að það hafi komið okkur á óvart en þeir komu kröftugir til leiks.

Við vorum búnir að skoða Leiknisliðið mjög vel og vissum að þetta yrði hörkuleikur. Það tapaði 3-0 í Keflavík en það var of stórt. Þetta er lið sem hefur sýnt að það getur varist vel, til dæmis gegn Stjörnunni í Lengju bikarnum og hafa fullt af fínum strákum sem geta refsað ef þú gleymir þér, eins og þeir sýndu í lokin.

Ég ber mikla virðingu fyrir Leikni. Maður gerir það fyrir liðum sem lenda svona undir en gefast aldrei upp. Við máttum aldrei slaka á, ekki einu sinni í stöðunni 3-0, því Leiknismenn voru alltaf að. Þess vegna varð þetta hörkuviðureign þótt þetta hafi verið öruggur sigur.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar