Vilja kenna börnunum að deila með sér

„Okkur langaði að hvetja börn til að mæta í sunnudagsmessu til okkar og fengum því þá hugmynd að eignast kindina Krysiu sem færi heim í vikuheimsóknir til barna. Það er virkilega mikil spenna í sunnudagsmessu þegar dregið er nafn úr hattinum og tilkynnt hvert Krysia fer næst,“ segir Peter Kovacik, munkur í Kollaleiruklaustri á Reyðarfirði.

Krysia, sem er lítill kindabangsi, er í eigu slóvakísku Kápúsína-munkanna á Reyðarfirði. „Krysia flutti til okkar í klaustrið nú í september, en nafn hennar er komið frá hugmyndum barnanna. Hún hefur eytt hverri viku hjá börnum víðsvegar um Austurland síðan hún kom og mun gera á meðan börnin vilja,“ segir Peter.

Vilja kenna börnum að deila með sér

„Krysiu fylgir lítill koddi og færir hún hlut sem barninu þykir mjög vænt um til næsta barns. Sem dæmi færði hún fyrsta barninu englastyttu frá mér, sem móðir mín gaf mér og mér þótti mjög vænt um. Með þessu vonumst við til að kenna börunum að deila með sér hlutum sem þeim þykir vænt um,“ segir Pétur.

Jólatré úr myndum upp úr aðventulestri

Það er margt á döfinni í jólaundirbúningi bræðranna á Kollaleiru. „Til að mynda verður haldin söngvakeppni Hl. Sesseliu á morgun, í byrjun aðventunnar búum við til jóaltré með myndum sem börnin gera upp úr aðventulestri og í desember er öllum börnum boðið á jólaskemmtun Hl. Nikolas þar sem við búum til luktir úr krukkum,“ segir Peter að lokum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.