Vilja draga sem flesta út að leika

„Við setjum upp leikjabrautir, bjóðum upp á heitt kakó og frítt í lyfturnar upp að átján ára aldri,“ segir Agnar Sverrisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Stafdal um alþjóðlega viðburðinn Snjór um víða veröld sem haldinn verður á sunnudag.


„Þetta hefur bara verið nokkuð gott það sem af er, við eigum enn töluvert eftir af snjó þrátt fyrir hlákuna að undanförnu,“ segir Agnar, en skíðasvæðið opnaði um miðjan desember.

Er þetta fimmta árið sem Stafdalur tekur þátt í viðburðinum Snjór um víða veröld, eða World Snow Day. „Þetta er gert í þeim tilgangi að draga sem flesta út að leika, en það hefur bara heppnast mjög vel hjá okkur hingað til og ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta til okkar á sunnudaginn.“

Námskeið fyrir fólk á öllum aldri
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera í Stafdal. „Í lok janúar verður okkar árlega skíðanámskeið fyrir fólk á aldrinum 12-99 ára, eða semsagt bara alla sem langar að læra á skíði eða bæta kunnáttu sína. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir og verið vel sótt. Svo erum við með bæði Krílaskólann og Ævintýraskólann fyrir yngstu börnin allar helgar.“

Stækka skíðaleiguna
Áætlað er að bæða skíðaleigu svæðisins á næstunni. „Við erum alltaf að gera eitthvað og nú erum við að fara að stækka og bæta skíðaleiguna hjá okkur. Fólk byrjar mikið á því að leigja búnað þegar það er að byrja og fer svo í það að kaupa sér. Við erum að byggja við hjá okkur núna til að geta bætt leiguna.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.