Vildi geta vakið upp frá dauðum

Eva Björk Jónudóttir, þjónustu, jafnréttis- og forvarnarfulltrúi Seyðisfjarðar er í yfirheyrslu vikunnar á Austurfrétt.


Seyðfirðingar tóku virkan þátt í nýafstaðinni Hreyfiviku. „Þetta gekk bara skemmtilega vel en veðrið var auðvitað mega leiðinlegt, við þurftum bæði að aflýsa og fresta viðburðum vegna rigningar. En það sem var í gangi var skemmtilegt. Bæjarfélagið var líka jákvætt og duglegt að taka þátt, en í þetta sinn fékk ég Kjörbúðina, Hótel Ölduna, Skaftfell bistro og sjúkraliða af HSA í samstarf,“ segir Eva Björk, sem stóð að skipulagningu Hreyfivikunnar á Seyðisfirði.

Hvaða þýðingu telur Eva Björk slíkt verkefni hafa? „Allt svona telur auðvitað og maður finnur að eftir því sem viðburðurinn er oftar, því fleiri taka þátt. Aðalmálið er að ná í þá sem ekki hafa neina hreyfingu og reyna að hjálpa þeim að finna sér eitthvað. Þeir sem eru „on fire“ mæta alltaf og/eða fara í sína reglulegu hreyfingu.

En það er ekki síst heilsuvitundin sem þarf að virkja finnst mér. Hreyfing snýst ekki aðallega um kíló- og cm-fjölda, heldur heilsuna. Færri kg og cm er að sjálfsögðu gott mál, en það er bónusinn sem fylgir lífsstílnum,“ segir Jóna.



Fullt nafn: Eva Björk Jónudóttir.

Aldur: 43.

Starf: Þjónustu, jafnréttis- og forvarnarfulltrúi. Vefsíðustjóri www.sfk.is

Maki: Márus Þór Arnarson.

Börn: Jóna Mist 13 ára og Sara Mjöll 10 ára.


Hvað er í töskunni þinni? Sólgleraugu (reyndar ekki mikið notuð það sem af er sumri), hleðslutæki, dagbók, ilmvatn, lyklar, usb-lykill, tyggjó og lítil snyrtibudda.

Mesta undur veraldar? Fæðing barna.

Fatastíll? Hmmm alls konar, fer pínu eftir því hvaða týpa ég vil vera. Að ofan elska ég allt sítt og vítt, Adidas er uppáhalds, líka gallabuxur og strigaskór þó ég fari alveg líka í hæla hversdags. Er nýbúin að splæsa í sjúllaðan Helicopter kjól í Blóðberg, mega síðum og víðum.

Tæknibúnaður? Hin fullkomna blanda fyrir mig er Iphone, Bluetooth, heyrnartól og Spotify!

Duldir hæfileikar? Iss, engir.

Hver er þinn helsti kostur? Skipulögð og hrein & bein í samskiptum við fólk.

Hver er þinn helsti ókostur? Óþolinmæði og fullkomnunarárátta.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Alltaf Atlavík!

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Sódavatn, epli og ost.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Haustið, svo gott að fá rútínuna aftur inn eftir sumargleðina. Og kertin.

Hvað eldar þú oft í viku? Æj hættu! Ég er snarlkona! Dætur mínar segja hlutina beint út! Þær segja að það sé bara heitur matur þegar pabbi er heima (hann er sko sjómaður).

Settir þú þér áramótaheit? Já eiginlega alltaf.

Markmið í sumar? Mín markmið snúast oftast um hreyfingu, en svona almennt í lífinu að „gera betur í dag en í gær“.

Besta bók sem þú hefur lesið? „Instagram“.

Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Vekja upp frá dauðum!

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mexíkanskur matur.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Vá, erfitt! Paulo Coelho eða Dalai Lama.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Heiðarleika.

Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Að hengja upp þvott, brjóta saman og ganga frá.

Draumastaður í heiminum? Thailand, grænblár sjór.

Ertu nammigrís? Hef ekki borðað nammi í 5 ár! Djók – já, elska nammi!

Mesta afrek? Að fæða tvö heilbrigð börn.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Það eru svo margir flottir í kringum mig sem ég hef lært góða hluti af. Ég met allt það fólk mikils. Dætur mínar, systkini mín og maðurinn minn eru ofarlega á listanum (kannski kljént, en samt satt). Svo hrífst ég af hreyfitýpum sem „mótívera“ mig á einhvern hátt.

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Eina sem er ákveðið eru útihlaup, rauðvínsdropi og slökun. Jú og náttla EF verður sól, vá hvað ég væri til í það.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.