"Vildi geta flogið yfir ár"

Þórdís Kristvinsdóttir er annar af tveimur hjólaþjálfurum sem fór með sex ungmenni frá Hjólakrafti á Austurlandi hjólandi hringinn í kringum landið í síðustu viku í WOW Cyclothon götuhjólreiðakeppninni. Þórdís er í yfirheyrslunni að þessu sinni.



„Mín persónlega upplifun af Hjólakrafti er einfaldlega frábær og að taka þátt í WOW var svo mikið ævintýri að ég væri til í að gera það aftur, ekki spurning. Fyrst og fremst þótti mér frábært að sjá þessa yndislegu krakka vinna persónulega sigra.

Hjólakraftur Austurland er frábært tækifæri fyrir krakka á aldrinum 11-18 ára og ekki síður ætlaður þeim sem langar bara að hafa gaman í góðum félagsskap en ekki vitundarögn í keppnisíþróttir.

Auk þess að vera hrikalega dugleg að hjóla brjótum við æfingarnar upp annað slagið með annarri útivist eða jaðaríþróttum. Mikið er lagt upp úr jákvæði, hvatningu og gleði á æfingum þar sem hver og einn er á sínum forsendum.



Fullt nafnÞórdís Kristvinsdóttir.


Aldur: 43.

Starf: Leiðsögumaður.

Maki: Gauti Brynjólfsson.

Börn: Jökull Haukur 19 ára Kristvin Þór 15 ára.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Loðmundarfjörður.

Hvað er í töskunni þinni? Á ekki tösku.

Hvernig finnst þér íslenska sumarið? Æðislegt.

Besta bók sem þú hefur lesið? Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn.

Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Að geta flogið yfir ár.

Hver er þinn helsti kostur? Þolimæði.

Hver er þinn helsti ókostur? Skipulagsleysi.

Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Góður borgari.

Hvað bræðir þig? Fallegt bros.

Duldir hæfileikar? Fullt af þeim.

Mesta afrek? Fyrir utan að eignast börninn mín er að hafa lært fjallaleiðsögn.

Ertu nammigrís? Nei, súkkulaðigrís.

Tekur þú þátt í fótboltaæði íslensku þjóðarinnar í dag? Er á kantinum.

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Slappa af.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.