„Við Svavar erum nettar dreifbýlistúttur“

Þau Svavar Knútur Kristinsson og Kristjana Stefánsdóttir halda þrenna tónleika á Austurlandi í vikunni í sinni árlegu sumar-tónleikaferð.

„Dagskráin er mjög fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hjá okkur ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og berum við á borð fjölbreytta dúetta, allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá The Righteous Brothers og Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba, ljóðalestri og gamansagna,“ segir Kristjana í samtali við Austurfrétt.

Forréttindi að halda tónleika út á landi
„Það eru ákveðin forréttindi að fá að koma út á land með svona prógramm, það er svo gefandi þegar vel gengur. Það er auðvitað misjafnt eftir hverjum stað, en hingað til hefur alltaf verið góð stemmning og mikil gleði. Við Svavar erum nettar dreifbýlistúttur, bæði alin upp út á landi í bullandi sveitarómantík,“ segir Kristjana.

Kristjana segir best að tryggja sér miða í tíma en miðasala er á Tix.is. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Tónleikarnir eru sem hér segir:

Miðvikudagur. 21. júní: Eskifjörður - Kaffihúsið kl. 21:30

Fimmtudagurinn 22. Júní: Seyðisfjörður - Herðubreið kl. 20:00

Föstudagurinn 23. Júní: Egilsstaðir - Valaskjálf kl. 20:00

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.