Verðlaun fyrir bestu kynninguna: Brugghús á Seyðisfirði

Memes ölgerð hlaut verðlaun fyrir bestu fjárfestakynninguna á uppskeruhátíð frumkvöðlanámskeiðsins Ræsing Seyðisfjarðar fyrir skemmstu. Forsvarsmaður segir viðurkenninguna staðfestinguna á að verkefnið sé á réttri leið.


„Hugmynd okkar er að gera lítið brugghús sem sérhæfir sig með veitingastöðum í að para saman rétti og drykki auk þess að sérbrugga fyrir veislur og viðskiptavini,“ segir Rúnar Gunnarsson, forsprakki Memes.

Með honum í verkefninu er Gunnar bróðir hans, Snorri Emilsson og Einar Hólm Guðmundsson.

Ræsing er verkefni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar, sem unið var með sveitarfélaginu, þar sem leitað er að viðskiptahugmyndum til að gera atvinnulífið þar fjölbreyttara.

Þátttakendur fá 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnin sín en á þeim tíma fá aðstandendur verkefnanna stuðning verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar við gerð viðskiptaáætlunarinnar og hugsanlega við vöruþróun og frumgerðasmíði.

„Fyrst og fremst förum við út úr þessu með fullþróaða viðskiptaáætlun. Ég kunni ekki að gera hana áður. Ég hélt alltaf að ég væri að gera vitleysu en þessi viðurkenning staðfestir að ég gerið hlutina rétt og það er raunhæft fyrir okkur félagana að halda áfram,“ segir Rúnar.

Hann segir bjórinn sjálfan enn á algjöru þróunarstigi. „Við erum ekki komnir á þann stað að geta sett af stað framleiðslu. Okkur vantar bæði húsnæði og tækjabúnað.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.