Tveir Austfirðingar í hópi fálkaorðuhafa

Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra og Tryggvi Ólafsson, myndlistarmaður, voru í hópi þeirra fjórtán sem forseti Íslands sæmdi nýverið heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.


Jón fær orðuna fyrir störf í opinbera þágu. Hann er fæddur í Skagafirði árið 1942 en fluttist austur í Egilsstaði 1963 þar sem hann tók við stöðu verslunarstjóra hjá Kaupfélagi Héraðsbúa.

Jón starfaði hjá KHB og vikublaðinu Austra þar til settist á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 1984. Þar var hann til ársins 2007, þarf af sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2001-2006.

Tryggvi Ólafsson er í hópi þekktustu núlifandi myndlistarmanna en hann skipaði sér snemma á ferlinum í framvarðarsveit íslenskra myndlistarmanna með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.

Tryggvi er fæddur árið 1940 í Neskaupstað. Hann hóf ungur að mála og nam myndlist bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn, við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og Konunglegu listakademíuna í Kaupmannahöfn 1961-66.

Lengst af starfsævinnar var Tryggvi búsettur í Kaupmannahöfn en hann býr í Reykjavík nú, líkt og Jón.

Árið 2001 opnaði málverkasafn hans í Neskaupstað í Kaupfélagshúsinu, sem hýsir nú Hótel Hildibrand. Safnið hefur verið á nýverandi stað í Safnahúsinu í Neskaupstað frá 2007.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.