Orkumálinn 2024

Tryggvi Ólafsson hlaut Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta

Tryggvi Ólafsson, myndlistarmaður úr Neskaupstað, hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta fyrir árið 2018. Verðlaunin fær Tryggvi fyrir ævistarf sitt í þágu myndlistar og framlags til að efla menningarsamskipti Íslands og Danmerkur.

Verðlaunin voru haldin á Hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin voru í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti verðlaunin.

Stjórn Jónshúss gerði tillögu um verðlaunahafa til forsætisnefndar Alþingis. Í rökstuðningi stjórnar sagði, meðal annars:

„Tryggvi er sá íslenski listmálari sem lengst hefur búið og starfað í Danmörku. Þá hefur Tryggvi haldið flestar listsýningar af íslenskum málurum, alls um 35, í Danmörku, auk fjölda samsýninga.“

Gígja, dóttir Tryggva Ólafssonar, tók við verðlaununum fyrir hönd föður síns og flutti þakkir hans og kveðju.

Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta jöfnum höndum verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.