Orkumálinn 2024

Tónleikum aflýst: „Maður er ekki annað hvort með Manna eða Korn“

Áður auglýstum útitónleikum með Mannakornum sem fram áttu að fara í Hallormsstaðaskógi á laugardagskvöldið á Skógardeginum mikla hefur verið aðlýst vegna veikinda.

„Þetta er auðvitað alveg drullufúlt því hingað stefndi stórskotaliðið, hluti af meðlimum Mezzoforte ætluðu að spila með þeim Magnúsi og Pálma, þannig að þetta hefðu orðið glæsilegir tónleikar.

Magnús meiddi sig á fæti og getur ekki verið með okkur og þá fannst mér bara sjálfhætt, maður er ekki bara með „manna eða korn“, það væru bara vörusvik,“ segir Halldór Warén, skipuleggjandi tónleikanna.

Önnur dagskrá Skógardagsins stendur og verður nánar tilgreind í helgaryfirliti Austurfréttar á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.