Orkumálinn 2024

Tónleikar alla helgina í Havarí

Efnt verður til tónleikaveislu í Havarí að Karlsstöðum í Berufirði um helgina. Þrennir tónleikar verða næstu fjögur kvöld.


Veislan hefst í kvöld þegar ein vinsælasta rapphljómsveit landsins, Úlfur Úlfur mætir til leiks.

Annað kvöld er röðin síðan komin að Mugison og Láru Rúnars ásamt hljómsveit.

Helginni lýkur á sunnudagskvöld þegar Valdimar og Örn Eldjárn koma fram saman. Á undan þeim stíg á svið Fáskrúðsfirðingurinn Anya Shaddock, sigurvegari Samfés 2017. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Valdimar og Örn verða víðar á ferðinni eystra um helgina. Þeir spila í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði í kvöld, Miklagarð á Vopnafirði á morgun og Fjarðarborg Borgarfirði á laugardag.

Dagskrá listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði heldur áfram í kvöld. Klukkan fimm mun Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, flytja fyrirlestur um egó í stjórnmálum.

Klukkan 20:00 hefst hins vegar danssýning hópsins 155 í Herðubreið. Hópurinn er skipaður Hollendingum sem stýra danssmiðju á hátíðinni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.