Orkumálinn 2024

„Þetta þótti dálítið mikið galið“

„Þetta er staður sem allir vilja heimsækja þegar þeir koma á Djúpavog eða koma sérstaklega til Djúpavogs að skoða eggin,“ segir Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps, um útilistaverkið í Gleðivík.


Við höfnina í Gleðivík er glæsilegt listaverk eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson sem samanstendur af 34 eggjum jafnmargra fugla sem verpa í Djúpavogshreppi.

Eggin standa á steyptum stöplum sem áður báru löndunarrör bræðslunnar á staðnum, en þegar bræðslan hætti starfsemi var sú ákvörðin tekin að nýta þá á allt annan hátt í stað þess að rífa þá. Eggin eru úr granít, innflutt frá Kína og fylgja sömu lögun og eggin sem þau líkja eftir. 

Ljósmynd: Andrés Skúlason. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.