Tæpar fjórar milljónir austur í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Fjögur verkefni sem beinlínis tengjast Austurlandi eru meðal þeirra sem hljóta styrki úr sérstökum sjóði sem settur var á fót til að fagna 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Austurbrú er meðal þeirra sem fá hæstu styrkina.

Austurbrú fær 1,5 milljón króna styrk í verkefnið „austfirskt fullveldi – sjálfbært fullveldi.“ Það er sameiginlegt verkefni safna, menningarstofnana og skóla í fjórðungnum þar sem velt verður upp hvað fullveldi og sjálfbærni eigi sameiginlegt.

Michael Jón Clarke fær sömu upphæð í fullveldiskantötuna „Land míns Föður.“ Það er samstarf hans, Kammerkórsins Hymnodiu og austfirska skáldsins dr. Sigurðar Ingólfssonar.

Erlusjóður fær hálfa milljón í tvo viðburði þar sem fjallað verður um sögu og flutt verk skáldsins Þorsteins Valdimarssonar. Annar viðburðurinn verður á Vopnafirði, þar sem æskuslóðir Þorsteins eru, en hinn í Kópavogi.

Þá fær Tækniminjasafn Austurlands 300.000 króna styrk til að leita heimilda sem tengjast safnkostinum og vekja athygli á hvernig þeir skírskota til ársins 1918.

Alls voru valin 100 verkefni á landinu öllu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.