„Það hafa allir gott af því að íhuga sjálfan sig“

„Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru andlega þenkjandi, að kynna sér þetta allt á einu bretti,“ segir Rósa Elísabet Erlendsdóttir, annar skipuleggjandi Kærleiksdaga sem verða haldnir á Breiðdalsvík um helgina, annað árið í röð.



„Þátttakan í fyrra var ágæt, en hefði mátt vera meiri. Þá var viðburðurinn alveg nýr og fólk vissi ekki nógu vel af honum. Það er meira spurt í ár og ég vona bara að það komi sem flestir,“ segir Rósa.

Kærleiksdagarnir hefjast á morgun miðvikudag og standa út sunnudag. Hægt er að vera allan tímann eða kaupa sig inn á staka daga eða viðburði. Dagskráin er afar fjölbreytt og samanstendur meðal annars af fyrirlestrum, samverustunum, kynningum og útivist. Dagskrána í heild sinni má sjá hér, sem og upplýsingar um skráningar.


Heilun er ekki sama og heilun

Rósa segir þá sem tóku þátt í Kærleiksdögunum í fyrra hafa verið mjög ánægða. „Sjálf var ég að fara á þá í fyrsta skipti og vissi ekkert á hverju ég átti von. Mér fannst rosalega gaman, að fá að prófa þetta allt saman, en heilun er til dæmis alls ekki sama og heilun. Það er skemmtilegt að kynnast öllu þessu fólki sem og að fara í gönguferðir um Breiðdalsvík. Mér leið mjög vel eftir helgina og það hafa allir gott af því að íhuga sjálfan sig.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.