„Það er hægt að vera fyrirmynd á snappinu“

„Það er auðveldlega hægt að hafa áhrif gegnum Snapchat,“ segir Dagný Sylvía Sævarsdóttir sem var í opnuviðtali Austurgluggans á föstudaginn.

Dagný hefur haldið úti vinsælli bloggsíðu með nafninu Alrúnarblogg, eða Alrun.com, undanfarin tólf ár og verið virk á Snapchat í dágóðan tíma undir notendanafninu Alrun en þar hefur fylgjendahópurinn stækkað.

„Já, ég er mjög athyglisþurfi,“ segir Dagný og hlær. „Ég blogga og „snappa“ um allt og ekkert, stundum algera steypu, stundum eitthvað sem liggur mér á hjarta og allt þar á milli. Fylgjendahópurinn minn er alltaf að stækka og er mjög breiður á báðum stöðum en ég fæ viðbrögð frá fólki allt frá átján ára upp í rúmlega áttrætt og það er mjög gaman.“

Dagný hefur alltaf haft gaman af því að skrifa en segir Snapchat jafnvel ná enn betur til fólks en bloggið. „Hópurinn á snappinu er svo breiður og ótrúlega tengdur manni. Það er hægt að vera fyrirmynd á snappinu, til dæmis nota ég alltaf hjólahjálm og veit um fólk sem hefur byrjað að gera það líka vegna mín. Einnig tók ég fyrir líffæragjöf um daginn og fékk í kjölfarið fullt af spurningum um það og hef vonandi verið hvatning fyrir fólk til að skrá sig sem líffæragjafa.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.