Seyðisfjörður, Djúpivogur og LungA á lista Sunday Times yfir það besta á Íslandi

Þótt þrengi að íslenskri ferðaþjónustu er áhuginn á landinu enn mikill. Í nýjasta hefti ferðatímarits breska stórblaðsins Sunday Times eru 23 síður tileinkaðar Íslandi. Tveir austfirskir staðir eru á lista yfir bestu smábæina.


Djúpivogur og Seyðisfjörður eru á þeim lista ásamt Reykholti.

Um Djúpavog segir að þar sé litrík höfn sem umkringd sé gömlum timburhúsum. Hægt sé að skoða lunda með að sigla út í Papey eða ljóta lista með að skoða eggin í Gleðivík. Þá megi klífa upp Búlandstind sem sé eins og nornahattur í laginu.

Seyðisfirði er hrósað fyrir litrík hús í kringum höfnina, iðandi lista- og tónlistarlíf og einn besta sushi stað landsins. Þá sé þess virði að skreppa út á Skálanes.

Nokkrir álitsgjafar eru fengnir til að gefa meðmæli og plötusnúðurinn John Rogers mælir með listahátíðinni LungA. „Andrúmsloftið er frjálst og skapandi og miklu skemmtilegra en á stóru Tuborg-hátíðunum,“ segir Rogers.

Sunday Times telur það líka mýtu að Ísland sé orðið dýrt og þeir sem vogi sér til landsins snúi blankir heim. Það besta við landið sé ókeypis, náttúran og útsýnið og þótt Reykjavík sé dýr megi fá betri kjör í smærri bæjum og þorpum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.