Seinni sýning leikverksins Lovestar í kvöld

Leikfélagið Djúpið í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað sýnir seinni sýningu leikverksins Lovestar í Egilsbúð í kvöld.

Verkið er eftir Andra Snæ Magnason, í leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar og í leikstjórn Helgu Óskar Snædal.

Lovestar fjallar um stórfyrirtæki á Íslandi sem er búið að einkavæða heiminn. Fyrirtækið hefur náð tangarhaldi á ástinni og makaðsett dauðann en nú beinast öll spjót að sjálfu almættinu. Stemningsdeildin hefur stórfenglegar áætlanir um hvernig megi bjarga heiminum og reynir að koma í veg fyrir ást Indriða og Sigríðar sem reynist vera sönn þar sem þau hafa fundið ástina upp á eigin spýtur og láta sko ekki segja sér annað eða hvað?

Helga Ósk segir verkið sett upp á hátt sem ekki hefur þekkst áður innan skólans.

„Í raun sameinast myndbandslist og leiklist í þessu verki á listrænan hátt á sviðinu þar sem myndlistarverkin eru sviðsmyndin og leikararnir þurfa að vinna með sviðsmyndinni og þeim myndböndum sem í sýningunni eru.

Frumsýningin fór fram úr öllum væntingum, krakkarnir stóðu sig frábærlega, Hljóðkerfaleigan sá um tækni og ljós sem voru að sjálfsögðu til fyrirmyndar. Viðtökur voru mjög góðar, við höfum fengið mikið hól fyrir að þora að velja þetta verk enda mikill texti og erfiður söguþráður. Miðað við það sem ég hef heyrt fannst fólki þetta skemmtileg breyting og áhugaverð sýning og ég vil hvetja alla til þess að koma og njóta með okkur í kvöld.“

Nánari upplýsingar og miðasala fer fram hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.