Rómantík er: Að gera fiskibollur saman

Edrúlífið, forvarnarfyrirlestur sem er hluti af utandagskrá Hammondhátíðarinn, hefur vakið mikla athygli og aðsókn hans fer sífellt vaxandi. Pálmi Fannar Smárason skipuleggjandi hans er í yfirheyrslu vikunnar.



Fullt nafn: Pálmi Fannar Smárason.

Aldur: 34 fram í september.

Starf: Sjómaður hjá Einhamar Seafood.

Maki: Unnur Malmquist Jónsdóttir.

Börn: Hekla, Óðinn, Rökkvi og Þorri.

Hvað er það sem þú borðar aldrei og munt aldrei borða? Skötu! Hún er veidd allt árið en bara étin á Þorláksmessu? Er ekki kominn tími til að viðurkenna að þetta er viðbjóður.

Ef þú værir að fara á eyðieyju og mættir aðeins taka með þér þrjá hluti, hverjir væru þeir? Harðfisk, smjör og vasahníf.

Hver er þín fyrsta æskuminning? Þegar pabbi kom heim úr siglingu með grímu og hræddi úr mér líftóruna.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Lögga á snjósleða.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er þrjóskur.

Hver er þinn helsti ókostur? Ég er stundum svolítið gleyminn.

Fótbolti eða golf? Fótbolti.

Settir þú þér áramótaheit? Já, fiska meira en Gísli Súrsson á árinu.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Fólk sem stendur upp og heldur áfram.

Draumastaður í heiminum? Stöðvarfjörður #755.

Mesta undur veraldar? Búlandstindur. Djók – Súlurnar.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Stöð í stöð lagið og Lucky með Radiohead.

Hvað er rómantík fyrir þér? Að gera fiskibollur saman.

Hvernig drekkur þú kaffið þitt? Ég hef aldrei drukkið kaffi.

Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta landsins?Ólaf Ragnar Grímsson.

Framtíðarmarkmiðið fyrir Edrúlífið? Að enginn drekki brennivín 2020. Nei, nei. þetta er bara partur af því að sýna fólki að það er meira töff að vera edrú.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.