Prentlistinni gerð skil í Skaftfelli

Síðustu þrjár vikur hefur hópur alþjóðlegra listamanna tekið þátt í þematengdri vinnustofu, „Printing Matter“, á vegum menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði, þar sem prentun og bókverkagerð eru rannsökuð bæði verklega og hugmyndafræðilega.

Leiðbeinandi er danska listakonan og grafíski hönnuðurinn Åse Eg Jörgensen og hefur hópurinn m.a. verið með vinnuaðstöðu á Tækniminjasafni Austurlands Myndlistarkonan Litten Nyström hefur verið þeim innan handar.

Lokamarkmið vinnustofunnar var að hver listamaður gerði bókverk, í takmörkuðu upplagi, og voru til þess nýttar pressur sem Tækniminjasafnið hefur að geyma bæði til að gera há-, lág- og steinþrykk. Óhætt er að segja að á undanförnum þremur vikum hafi ríkt mikil stemmning og sköpunargleði á safninu.

Eftir margskonar tilraunir og prófanir þátttakenda námskeiðsins gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða afraksturinn á sýningu sem ber yfirskriftina Ákafi, í Tækniminjasafninu í dag frá klukkan fjögur til sex.

Börn eru sérstaklega velkomin og fá þau að spreyta sig við prentun í barnvænni aðstöðu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.