Orkumálinn 2024

„Ótrúlegt hvað þetta smellur alltaf"

„Það er mikill fjöldi foreldra sem aðstoðar við sýninguna, þeir farða, greiða, útbúa búninga, undirbúa sal, koma í frágang og það er frábært að hafa foreldrana til aðstoðar,“ segir Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari fimleika hjá Hetti.


Hin árlega fimleikasýning Hattar er á laugardaginn klukkan 12:00. „Þetta er viðburður þar sem allir iðkendur taka þátt og við æfum vel fyrir sýninguna. Við leggjum mikið upp úr búningum, förðun, hárgreiðslu og fleiru sem tilheyrir,“ segir Auður Vala.

„Við höfum verið með hin ýmsu verk í gegnum árin, þar sem iðkendur leika, dans og sýna fimleika. Í ár höfum við valið nokkur verk úr smiðju Disney og segjum frá hverju verki í bundnu máli á sýningunni. Við notum tónlist og búninga úr verkunum og iðkendur okkar dansa og sýna fimleika tengt hverju þeirra.“

Alltaf mikil spenna og stemmning kringum sýninguna
Auður Vala segir allan undirbúning hafa gengið mjög vel. „Við höfum haft þann háttin á að við æfum hvern hóp á sínum æfingartíma og svo höfum við eina generalprufu þar sem setjum alla hópana saman og það er alveg ótrúlegt hvað þetta smellur alltaf hjá okkur. Þetta eru duglegir krakkar og það er alltaf mikil spenna og stemmning í kringum sýninguna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.